Fara í efni
06.04.2016 Fréttir

Stjórnendur á skólabekk

Deildu

Þjálfunina leiðir Helga Jóhanna Oddsdóttir, markþjálfi ACC og mannauðsráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Carpe Diem, sem getið hefur sér góðs orðs fyrir stjórnendaþjálfun bæði hér á landi og víða erlendis.

Námskeiðunum er ætlað að efla stjórnendahóp Fjarðabyggðar í þeim fjölbreyttu verkefnum sem þeim er ætlað að leysa af hendi, með aukna ánægju starfsfólks að markmiði og árangur sveitarfélagsins.

Hér að neðan má sjá svipmyndir frá námskeiðinu, en stjórnendum var skipt upp í tvo hópa sem sóttu námskeiðið hvor á sínum degi. Var í þessum fyrsta hluta fjallað um styrkleikamiðaða stjórnun skv. Clifton StrengthsFinder styrkleikamati Gallups.