Hátíðin hefur margt upp á að bjóða og má meðal annars nefna hverfahátíðir, listasýningar, myndasýningu, fullt af lifandi tónlist, böll og skemmtiatriði og leiki fyrir börn svo eitthvað sé nefnt.
Hljómsveitin Buff leikur síðan fyrir dansi á alvöru sveitaballi í íþróttahúsi Stöðfirðinga en húsið opnar 23:00.
Þetta er fjölbreytt fjölskylduhátíð sem haldin er í ár í tilefni 120 ára verslunarafmælis Stöðvarfjarðar og að 110 ár séu liðin frá því Stöðvarhreppur var stofnaður.