Sumarstarfsfólkið okkar og unglingar vinnuskólans eru þessa dagana að koma til vinnu og í byrjun júní verður vinnuskólinn komin á fullt skrið. Það er ávallt tilhlökkunarefni að fá unga fólkið út á svæðin, þá fyrst er sumartíminn áþreifanlegur. Bærinn fer að iða af lífi og hlátrasköll heyrast í bland við slátturvélaniðinn.
Með sumarkveðju
Umhverfisstjóri