Fara í efni
19.05.2016 Fréttir

Synt til styrktar hjúkrunarheimilunum

Deildu

Heilsueflingarnefnd Alcoa Fjarðaáls í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstað boðar til skemmtilegrar keppni milli sundlaugargesta í sundlaugunum í Neskaupstað, á Eskfirði, Fáskrúðsfirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði.

Skráðar verða syntar vegalengdir á hverjum stað og birt í Dagskránni vikuna á eftir.

Synt er undir merkjum "Alcoans in motion" sem þýðir að Samfélagssjóður Alcoa greiðir fimm styrki að upphæð 300.000 kr. hver sem rennur til hjúkrunarheimilanna Dyngjunnar á Egilsstöðum, Hulduhlíðar á Eskifirði, Uppsala á Fáskrúðsfirði, Hjúkrunarheimilis FSN í Neskaupstað og hjúkrunarheimili sjúkrahúss Seyðisfjarðar.

Allir velkomnir.