Bilun hefur orðið í fjarskiptakerfi Mílu á Austfjörðum og eru áhrifin mest á Eskifirði, í Neskaupstað og nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu fór eitthvað úrskeiðis þegar unnið var við ljósleiðara í símstöð á Eskifirði í nótt.
Fram kemur á vef Símans að í Neskaupstað liggi netsamband niðri og einnig sjónvarps- og farsímaþjónusta en hægt sé að hringja úr heimasímum. Bilunin á Eskifirði lýsi sér hinsvegar í því að heimasímar virki ekki. Míla segir að unnið sé að því að greina bilunina.