Fara í efni
02.06.2017

UMF Val vantar starfsmann strax

Deildu

Ungmennafélagið Valur á Reyðarfirði leitar af einstaklingi, 18 ára eða eldri, til að sjá um leikjanámskeið fyrir 1.-4. bekk í sumar. Gert er ráð fyrir að þetta séu 4 klst. á dag yfir 6 vikna tímabil frá 5. júní til og með 14. júlí.

Viðkomandi þarf að hafa gaman af útiveru og náttúru, áhugasamur að starfa með börnum, ábyrgur, þolinmóður og hugmyndaríkur.

Ef þessi lýsing á við þig færðu frekari upplýsingar í gegnum netfangið umfvalur@gmail.com eða í síma 843-7706 (Aðalheiður).