Fara í efni
06.11.2015 Fréttir

Veginum út með norðanverðum Reyðarfirði lokað

Deildu

Þá hefur Norðfjarðarvegur sigið og verður hann vaktaður í nótt. Vegurinn hefur sigið um allt að 30 sentimetra, önnur akreinin meira en hin og hefur henni verið lokað.
Á Engjabakka er fjárbú með 200 kindur og verður metið á morgun hvenær farið verður til gegninga og hvenær ábúanda verði óhætt að snúa til síns heima. Á hættusvæðinu er einnig sumarhús og bærinn Högnastaðir en þar er aðeins búið á sumrin. Fylgst verður með aðstæðum næstu daga.