Fara í efni
13.10.2015 Fréttir

Verknámskynning hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar

Deildu

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Elvar Jónsson, skólameistari undirrituðu samninginn á Tæknidegi fjölskyldunnar sem fram fór sl. laugardag í Verkmenntaskóla Austurlands.

Samningurinn leysir af hólmi tilraunverkefni til tveggja ára um verknámskynningu fyrir 9. bekkinga í vinnuskólanum. Kynningin hefur farið fram fyrstu viku vinnuskólans og hefur þetta fyrirkomulag mælst vel fyrir hjá bæði starfsfólki skólans og unga fólkinu, sem gefst með þessu móti kostur á að kynna sér námsframboð skólans.

Auk þess sem verknámsvikan eykur fjölbreytileika vinnuskólans, felur þetta samstarf sveitarfélagsins og VA í sér stuðning við námsframboð í heimabyggð. Þá er verkefnið á pari við önnur sambærileg verkefni sem hafa að markmiði að auka veg verknáms hér á landi.