Að sögn þeirra félaga var framleiðslan í byrjun einskorðuð við smávöru ýmiss konar eins og segla og glasamottur, en hefur síðan verið að vinda upp á sig. Heiti fyrirtækisins er dregið af Svínaskálahlið, en báðir búa við þá götu á Eskifirði.
Viðtal við Atla Börk og Hlyn birtist í Austurglugga vikunnar. Þar segja þeir að viðtökur hafi verið mjög góðar og möguleikarnir á frekari vöruþróun og framleiðslu séu í raun endalausir.
Atli Börkur og Hlynur eru þekktir áhugaljósmyndarar á Eskifirði. Fyrir um tveimur árum fóru þeir að sögn Hlyns að velta því fyrir sér að gera eitthvað úr myndunum, þar á meðal minjagripi fyrir ferðamenn.
Vörurnar frá Pighill fást í Böggablómi á Eskifirði.