mobile navigation trigger mobile search trigger
02.12.2020

7. bekkur Nesskóla hlýtur silfurviðurkenningu

7. bekkur Nesskóla hlaut á dögunum silfur viðurkenningu fyrir þátttöku í Berbas áskorunini. Bebras áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni meðal nemenda á öllum skólastigum.

7. bekkur Nesskóla hlýtur silfurviðurkenningu

Þetta er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og var hún keyrð í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og er Ský í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi.

Í áskoruninni leysa þátttakendur skemmtilegar þrautir sem byggja á hugsunarhætti forritunar við úrlausn þeirra. Þrautirnar eru hugsaðar fyrir 6 - 18 ára og skipt niður eftir aldri. 7. bekkur Nesskóla stóð sig með glæsibrag og hlaut silfur viðurkenningu.

Fjarðabyggð óskar 7. bekk Nesskóla og kennara þeirra Viktoríu Gilsdóttur innilega til hamingjuþ

Frétta og viðburðayfirlit