mobile navigation trigger mobile search trigger
22.07.2020

Breytingar á sorphirðudagatali

Nú á vormánuðum fékk Íslenska gámafélagið nýjan tvískiptan sorphirðubíl sem annast tæmingu á grænu og brúnu tunnunum á sama tíma. Með tilkomu nýja bílsins hefur Íslenska gámafélagið ákveðið að gera smávægilega breytingu á sorphirðudagatalinu og mun tæming á grænu tunnunni seinka um nokkra daga í öllum bæjarkjörnum þessa vikuna og fram í þá næstu.

Breytingar á sorphirðudagatali

Sorphirða verður þó enn með sama móti og verið hefur, tunnur eru tæmdar á þriggja vikna fresti.

Við minnum á að hægt er að losa endurvinnanlegan úrgang, sem alla jafna fer í grænu tunnuna, á næstu móttökustöð á opnunartíma lendi menn í vandræðum sökum þessarar seinkunar á tæmingu.

Uppfært sorphirðudagatal má nálgast hér.

Frétta og viðburðayfirlit