mobile navigation trigger mobile search trigger
04.04.2016

Af blaki – undanúrslit að hefjast

Um síðustu helgi fór stór og glæsilegur hópur blakfólks suður til Reykjavíkur.  Meistaraflokkarnir spiluðu sína síðustu leiki í deildinni við Aftureldingu.

Af blaki – undanúrslit að hefjast

Stelpurnar hófu leikinn og var spilað um deildarmeistaratitilinn. Kvennaliði beið lægri hlut fyrir Aftureldingu 3-1 og enda því í þriðja sæti í deildinni og mæta HK í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikur liðanna er á mánudaginn 11.apríl í Fagralundi kl. 19:15.

Karlaliðið spilaði tvo leiki við Aftureldingu, á föstudag og laugardag, og voru að berjast við KA um þriðja sætið í deildinni. Unnu þeir fyrri leikinn 0-3 en töpuðu seinni leiknum í oddahrinu ( 3-2). Karlaliðið endaði því í fjórða sæti í deildinni og mætir einnig HK í undanúrslitum. Fyrsti leikur liðanna verður í Fagralundi sunnudaginn 10. apríl. kl. 14.

Þrjú lið tóku svo þátt í 3.flokksmóti í Laugardalshöll og stóðu krakkarnir sig afar vel.  Þróttur Nes 1 varð Íslandsmeistari í 3.flokk A liða kvenna og Þróttur Nes 2 varð í öðru sæti í 3.flokk B liða.

Strákarnir spiluðu í fyrsta skipti í sameinuðu liði með Huginn. Strákarnir urðu í fjórða sæti en spiluðu góða leiki og lentu í oddahrinu í þremur af fimm leikjum.  

Til hamingju Þróttarar með glæsilegan árangur.

 

Frétta og viðburðayfirlit