mobile navigation trigger mobile search trigger
20.06.2016

Allt að þriðjungs fækkun í sumarstörfum

Að ráðningum loknum hjá þjónustumiðstöðvum og Vinnuskóla Fjarðabyggðar er ljóst, að ásókn í þessi sumarstörf hefur minnkað á milli ára. 

Allt að þriðjungs fækkun í sumarstörfum

Ber bæjarverkstjórum í Fjarðabyggð saman um að umsóknum ungmenna 17 ára og eldri hjá þjónustumiðstöðvum hefur fækkað um þriðjung og um fimmtung eða 20% hjá 15 og 16 ára unglingum vegna vinnuskólans.

Af þessum ástæðum verður erfiðleikum bundið fyrir Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar að halda uppi sama þjónustustigi og verið hefur, enda þótt sama kapp verði lagt og áður á góða ásýnd allra bæjarkjarna.

Heildarásýnd Fjarðabyggðar er eftir sem áður, sameiginlegt hagsmunamál allra og eru þeim færðar þakkir sem leggja sitt af mörkum með snyrtilegum görðum og vel hirtum svæðum í kringum fyrirtæki og stofnanir.

Frétta og viðburðayfirlit