mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2016

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson Íþróttamaður Vals 2016

Á sama tíma og Ungmennafélagið Valur hélt upp á 80 ára afmælið var íþróttamaður Vals fyrir árið 2016 útnefndur og hlaut Ásmundur Hálfdán Ásmundsson glímukóngur, nafnbótina að þessu sinni.

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson Íþróttamaður Vals 2016

Ásmundur Hálfdán hefur verið í fremstu röð í sinni íþróttagrein síðustu ár og árið 2016 hefur hann verið ósigrandi bæði hérlendis sem erlendis.  Hann tók þátt í öllum mótum í sinni grein á Íslandi árið 2016 og sigraði þau öll.   Ásmundur Hálfdán vann einnig Grettisbeltið á árinu, fyrstur einstaklinga fyrir hönd UÍA, en auk þess varð Ásmundur enskur og skoskur meistari í "Backhold".  

Stórkostlegur íþróttamaður hér á ferð og mikil fyrirmynd, bæði innan vallar sem utan.

 

Frétta og viðburðayfirlit