mobile navigation trigger mobile search trigger
25.10.2016

Birgir Jónsson ráðinn í starf upplýsingafulltrúa

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn í starf upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar en hann var valinn úr hópi tíu umsækjenda.

Birgir Jónsson ráðinn í starf upplýsingafulltrúa

Birgir er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá Háskóla Íslands.  Birgir hefur einnig lokið einingum á meistarastigi í stjórnun menntastofnana og er í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. 

Meðal helstu verkefna upplýsingafulltrúa eru stefnumótun og umsjón með upplýsinga- og kynningarmálum  sveitarfélagsins, þróunar- og verkefnavinna vegna samfélagsmiðla og rafrænnar stjórnsýslu, miðlun frétta og fjölmiðlasamskipti, vefumsjón, umsjón með gerð kynningarefnis auk skipulagning á viðburðum á vegum sveitarfélagsins.

Upplýsingafulltrúi starfar á stjórnsýslu- og þjónustusviði.

Birgir er boðinn velkominn til starfa en hann mun hefja störf um áramótin.

Frétta og viðburðayfirlit