mobile navigation trigger mobile search trigger
13.01.2016

Birtir til í íþróttahúsinu á  Fáskrúðsfirði

Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á lýsingu íþróttahússins á Fáskrúðsfirði. Hefur ljósmagnið verið tvöfaldað og jafnvel þrefaldað þar sem mest lætur.

Birtir til í íþróttahúsinu á  Fáskrúðsfirði
Gamlir starfsmenn íþróttahússins sem hurfu í myrkrið fyrir nokkrum árum, komu í leitirnar þegar nýja lýsingin var komin upp

Lélega lýsingu íþróttasalarins má í megindráttum rekja til þess að stuðst var við óbeina lýsingu í sitt hvorri hlið salarins. Fyrir vikið hefur verið heldur skuggsýnt í salnum, ekki hvað síst í skammdeginu þegar sólarljóssins nýtur ekki við.

Auk þess sem um 50 nýjum ljósum hefur verið komið fyrir í lofti salarins, hefur einnig verið sett upp ljósastýringarkerfi svo laga megi lýsingu að því sem fram fer í húsinu hverju sinni. Kerfið býður þannig upp á æfingalýsingu og keppnislýsingu svo að dæmi séu tekin.

Árangurinn lætur ekki á sér sér standa, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Fleiri myndir:
Birtir til í íþróttahúsinu á  Fáskrúðsfirði
Það er mesta furða að Fáskrúðsfirðingar hafi yfirhöfuð getað stundað íþróttir í húsinu áður en nýja lýsingin var sett upp

Frétta og viðburðayfirlit