mobile navigation trigger mobile search trigger
11.11.2019

Bókun bæjarráðs er varðar vöktun og rannsóknir á loðnustofninum

Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á stjórnvöld að stórefla vöktun og rannsóknir á loðnustofninum því öflugar hafrannsóknir eru forsenda sjálfbærrar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og mikilvægt að stjórnvöld fjárfesti í þekkingu á sviði sjávarútvegs með auknu fjármagni til rannsókna.

Bókun bæjarráðs er varðar vöktun og rannsóknir á loðnustofninum

Í lögum um veiðigjald er tekjum ríkisins af veiðigjaldinu m.a. ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum. 

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að tryggja að tekjur ríkisins af veiðigjaldinu skili sér í auknum mæli í rannsóknir eins og þeim er ætlað. Loðnubrestur annað árið í röð mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnu og efnahag í Fjarðabyggð sem og á landinu öllu. Mikilvægt er að vakta og rannsaka hagi loðnunnar til hlýtar, svo að ákvarðanir um veiðar byggi á vísindalegum niðurstöðum um stærð og hag stofnsins, sem stuðlað geti að sjálfbærum veiðum til framtíðar.

Frétta og viðburðayfirlit