mobile navigation trigger mobile search trigger
13.03.2017

Brettaskólinn fyrir börn

Brettafélag Fjarðabyggðar býður upp á nýjung, Brettaskólann, fyrir börn á aldrinum 4-10 ára.

Brettaskólinn fyrir börn

Nú í vetur býður Brettafélagið upp á námskeiðið í fyrsta sinn. Eru þau viðbót við hefðbundnar æfingar félagsins. Skólinn er ætlaður krökkum á aldrinum 4-10 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref á snjóbrettum.

Þjálfarar eru þeir Björgvin Hólm Birgisson og Stefán Einar Kristjánsson. Æfingar verða tvisvar í viku, á fimmtudögum frá kl. 17-19 og á laugardögum frá 13-15.

Boðið verður upp á að fá búnað lánaðan fyrstu tvo dagana endurgjaldslaust. Er sú þjónusta í samvinnu við Skíðasvæðið í Oddsskarði. Kynning á Brettaskólanum verður haldin næstkomandi fimmtudag, 16. mars og er mæting við skálann í Oddsskarði kl. 17.

Skráningar og fyrirspurnir skal senda á brettafelag.fjardabyggdar@gmail.com

Þátttökugjald er 7.000 kr. og er gert ráð fyrir að námskeiðið vari út tímabilið.

Frétta og viðburðayfirlit