mobile navigation trigger mobile search trigger
28.02.2017

Dagur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Átakið Komdu að kenna vekur m.a. athygli á kennarastarfinu í gegnum Snapchat. Í gær var það í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

Dagur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Komdu að kenna er átak Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem ætlað er að vekja athygli á kennaranámi. Í vikunni bárust fréttir af yfirvofandi kennaraskorti og því er átakið þarft.

Eitt af tækjunum sem átakið notar er Snapchat sem ferðast á milli kennara. Í gær var það í höndum Heiðrúnar Óskar Ölversdóttur, grunnskólakennara í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Hægt var að fylgjast með Heiðrúnu í gegnum daginn, frá morgni til kvölds. Þetta gaf góða innsýn í störf kennara en ekki síður í það góða starf sem fer fram í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Hægt var að fylgjast með nemendum í leik og starfi. M.a. var farið í lestrarstund, vinnu í ipad, sögugerð í tölvu og leik þar sem nemendur drógu spjald með einhvers konar hreyfingu sem þurfti þá að framkvæma. Heiðrún þurfti einnig að draga spjöld og þurfti m.a. að gera armbeygjur við mikla hvatningu nemenda. Einnig kom franskur ferðamaður í heimsókn í skólann, sagði nemendum sögu og spilaði á framandi hljóðfæri. 

Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér átakið geta fundið upplýsingar um það hér eða á Snapchat: komduadkenna.

Frétta og viðburðayfirlit