mobile navigation trigger mobile search trigger
08.06.2015

Fótboltafréttir - Fjarðabyggð fer vel af stað – Glæsileg byrjun Leiknis

Fjarðabyggð hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur í fyrstu umferðum 1.deildar karla ( B – deild ) auk þess sem liðið er komið í 16.liða úrslit bikarkeppninnar. Leiknir hefur unnið alla fimm leiki sína í 2.deild karla ( C - deild).

Fótboltafréttir - Fjarðabyggð fer vel af stað – Glæsileg byrjun Leiknis

Um helgina vann lið Fjarðabyggðar Hafnarfjarðar Hauka 2 - 0 á Norðfjarðarvelli. Mörkin skoruðu Brynjar Jónasson og Viktor Örn Guðmundsson. Fjarðabyggð er sem stendur í 5. sæti deildarinnar.

Staðan í 1.deild.

Fjarðabyggð fékk heimaleik á móti Reykjavíkur Val í 16.liða úrslitum bikarkeppni KSÍ en Valur er á mikilli siglingu í úrvalsdeildinni og hefur m.a. unnið bæði lið FH og KR.

Leiknir slátraði suðurnesjaliði Njarðvíkur 6 – 0 í Fjarðabyggðarhöllinni. Eftir að hafa skorað tvö mörk í upphafi leiks létu mörkin bíða eftir sér þar til 15 mínútur voru til leiksloka en þá opnuðust flóðgáttir. Björgvin Stefán Pétursson skoraði hvorki fleiri né færri en fjögur mörk en Almar Daði Jónsson og Julio Francisco Rodriguez Martinez hin tvö. Leiknir er að sjálfsögðu efst í deildinni með 15 stig, jafnmörg og ÍR en betri markatölu.

Staðan í 2.deild

Eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Húsavíkur Völsungi í fyrsta leik sínum í C-riðli 1.deildar vann kvennalið Fjarðabyggðar lið Einherja mjög sannfærandi á Norðfjarðarvelli 5 - 0. Mörkin skoruðu Hafrún Sigurðardóttir, Andrea Magnúsdóttir, Freyja Viðarsdóttir, Oktavía Signý Hilmisdóttir og Katrín Björg Pálsdóttir.

Staðan í C-riðli 1.deildar kvenna

Enn er leikið á gervigrasi í Fjarðabyggð og eitthvað er í að Eskjuvöllur Eskifirði og Búðagrund Fáskrúðsfirði, verði tilbúnir.

Frétta og viðburðayfirlit