mobile navigation trigger mobile search trigger
14.01.2021

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar býður fram aðstoð vegna andlegra áhrifa náttúrhamfara og hættuástands

Náttúruhamfarir og hættuástand undanfarinna vikna í Múlaþingi og hér í Fjarðabyggð hafa eðlilega haft veruleg áhrif á okkur öll. Það er við því að búast að einhverji þurfi á aðstoð að halda, upplifi kvíða eða finni fyrir öðrum áhrifum sem eru fylgifiskar ástands sem þessa.

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar býður fram aðstoð vegna andlegra áhrifa náttúrhamfara og hættuástands

Við hér hjá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar bjóðum fram aðstoð okkar. Við veitum aðstoð, hlustum, sinnum ráðgjöf við börn og fullorðna og vísum rétta leið ef þess er þörf.

Þið getið haft samband í síma 470 9000 eða í tölvupósti felagsthjonusta@fjardabyggd.is og beðið um aðstoð.

Einnig viljum við minna á eftirfarandi stuðning:

Þjónustumiðstöð almannavarna svarar fyrirspurnum: Senda má fyrirspurnir á netfangið sey@logreglan.is  og hringja í 839 9931, einnig utan opnunartíma.

Hjálparsími Rauða krossins er 1717. Þar er hægt að fá góð ráð, upplýsingar, stuðning og hvatningu.

Heilbrigðisstofnun Austurlands, Sími: 470 1400

Sóknarprestar veita einnig hjálp í þessu aðstæðum sem og öðrum

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit