mobile navigation trigger mobile search trigger
10.01.2021

Fóðurprammi sökk við Gripalda í Reyðarfirði

Töluvert af sjó komst í fóðurpramma Laxa EHF við Gripalda í Reyðarfirði í gærkvöldi, sem olli því að pramminn sökk síðar í nótt. Varðskipið Þór er á staðnum, og hefur verið unnið að því að tryggja mengunarvarnir á svæðinu.

Fóðurprammi sökk við Gripalda í Reyðarfirði

Enginn var um borð í prammanum þegar þetta átti sér stað, en um borð eru um 10 þúsund lítrar af díselolíu. 

Varðskipið Þór hefur verið á svæðinu í nótt, vaktað það, og tryggt mengunarvarnir.  Í birtingu munu aðstæður síðan verða metnar frekar, og kannað hvort hægt verði að lyfta prammanum upp. 

Fjarðabyggðarhafnir fylgjast náið með aðstæðum á svæðinu, og verða frekari tilkynningar sendar út þegar þær liggja fyrir.

Frétta og viðburðayfirlit