Það efni sem tekið er úr götunni verður nýtt í umhverfisverkefni. Því er keyrt í brekkuna sem er rétt fyrir neðan hjúkrunarheimilið Uppsali, þar sem það verður sléttað niður og síðan verða þökur lagðar yfir. Ásýnd brekkunnar verður því mun betri en áður. Framkvæmdaaðilar vilja þakka íbúum þolinmæði síðustu vikna, en áfram gæti orðið vart við vatnsleysi annað kastið vegna framkvæmdanna.

