mobile navigation trigger mobile search trigger
18.03.2021

Fréttir af lyftumálum í Oddsskarði

Talsvert hefur verið spurt að undanförnu um stöðu mála á topplyftunni í Oddsskarði, en eitt mastur lyftunnar skemmdist mikið í óveðri í vetur og hefur lyftan þar af leiðandi verið lokuð. Unnið hefur verið að viðgerð að undanförnu en nú er ljóst að ekki verður unnt að opna lyftuna í vetur.

Fréttir af lyftumálum í Oddsskarði

Það lá fyrir upphafi að um talsvert miklar skemmdir var að ræða, og ljóst að fara þyrfti í mikla viðgerð á toppmastri lyftunnar sem hafði skemmst. Sjóða þarf stálbita í mastrið til að laga það, en hann þarf að koma erlendis frá.  Unnið var að málinu af kappi til að reyna að hafa lyftuna klára fyrir páskavertíðina sem senn fer í hönd. 

Því miður kom það í ljós þegar stálbitinn kom til landsins fyrir nokkru að hann hafði verið vitlaust afgreiddur, og var of lítill. Þar af leiðandi þarf að panta nýjan bita í réttri stærð, en vegna tafa á flutningum vegna COVID-19 er ljóst að það verður ekki hægt að koma honum til landins í tæka tíð. Topplyftan í Oddsskarði mun því ekki komast í gagn á yfirstandandi skíðavertíð, en það mun verða klárt fyrir þá næstu.

Frétta og viðburðayfirlit