mobile navigation trigger mobile search trigger
07.11.2017

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun

Fimmtudaginn 2. nóvember 2018 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2019-2021.

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun

Seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 er áætluð seint í nóvember n.k. Nokkur óvissa er um endanlega niðurstöðu áætlunarinnar vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum og tekjuáhrifa af úthlutun jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2018.  Gert er ráð fyrir að bæði þessi mál verði útkljáð á milli umræðna.   

Rekstrarafgangur samstæðu A og B hluta fyrir fjármagnsliði er áætlaður 670 m.kr. Þar af er rekstrarafgangur A hluta 266 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða verður rekstrarafgangur samstæðunnar 309 m.kr. en rekstrarhalli í A hluta að fjárhæð 3,7 m.kr. Hrein fjármagnsgjöld samstæðu eru áætluðuð 360 m.kr. og 269 m.kr. hjá A-hluta.

Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar veita Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Snorri Styrkársson fjármálastjóri í síma 470-9000.

Fréttatilkynning fjárhagsáætlun 2018 og þriggjá ára áætlun 2019 - 2021

Frétta og viðburðayfirlit