mobile navigation trigger mobile search trigger
16.06.2015

Glæsileg hátíðar- og skemmtidagskrá á Reyðarfirði

17. júní verður fagnað á Reyðarfirði. Skrúðganga leggur af stað frá Molanum kl. 14:00 og verður gengið fylktu liði að hátíðarsvæðinu sem er við Fjarðabyggðarhöllina. Víðavangshlaup fyrir leik- og grunnskólabörn hefst nokkru fyrr eða kl. 13:00. Sjá augýsingu.

Glæsileg hátíðar- og skemmtidagskrá á Reyðarfirði

Sú skemmtilega hefð að fara í víðvangshlaup var endurvakin á 17. júní á síðasta ári, sem fór þá fram á Eskifirði. Í þessu hlaupi eru allir sigurvegarar og fá þátttakendur 17. júní verðlaunapening að hlaupi loknu.

Hátíðar- og skemmtidagskráin er fjölbreytt að vanda. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, býður hátíðargesti velkomna og Fjallkonan flýtur hátíðarávarp. Auk skemmtiatriða á sviði verða alls kyns þrautir og önnur skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna á hátíðarsvæðinu, s.s. þrautabraut, golfhermir, hestar, boltastöðvar, bogfimi og margt, margt fleira að veitingasölunni ógleymdri og 17. júní blöðrunum. 

Þjóðhátíðarkynnir er Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir. Ókeyps strætóferðir á milli bæjarkjarna eru í boði. Lagt verður af stað frá Nesbakkabúð í Neskaupstað kl. 11:50 og frá Brekkunni á Stöðvarfirði kl. 11:45. Komið verður til Reyðarfjarðar kl. 12:45 sem er akkúrat passlegt fyrir þá sem ætla að skrá sig í víðvangshlaupið kl. 13:00. Strætó leggur svo aftur af stað til baka frá hátiðarsvæðinu kl. 16:45 eða 15 mínútum eftir að dagskránni lýkur.

Þá verður Sesam brauðhús opið til kl. 16:00 og verður boðið upp á þjóðlegar tertur tertur í tilefni dagsins.

Sjá  umfjöllun um hátíðarhöldin

Frétta og viðburðayfirlit