mobile navigation trigger mobile search trigger
16.11.2016

Grænfáninn dreginn að húni

Leikskólinn Lyngholt fagnaði í dag þeim einstaka áfanga að hljóta grænfánann í fimmta sinn. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, aðstoðuðu nemendur við að draga fánann að húni.

Grænfáninn dreginn að húni

Bæjarstjóri afhenti leikskólanum fánann fyrir hönd Landverndar, sem er samstarfsaðili Foundation for Environmental Education (FEE) hér á landi.

Hrósaði bæjarstjóri leikskólabörnum og starfsliði Lyngholts fyrir hreint frábæran árangur. Benti hann m.a. á að mikil verðmæti felist í þeirri þekkingu sem grænfánastarfið miðlar, ekki aðeins með aukinni virðingu fyrir umhverfi, endurvinnslu og endurnýtingu, heldur einnig með þeirri samvinnu sem umhverfisvernd byggir á. Í umhverfismálum gildir aðeins eitt og það er: Enginn getur allt, allir geta eitthvað.

Bæði bæjarstjóri og umhverfisstjóri lögðu til hjálparhönd þegar nemendur flögguðu grænfánanum og var að því loknu hrópað ferfalt húrra.

Þá sungu börnin valin lög í tilefni að því að dagurinn í dag er tileinkaður íslenskri tungu og fóru með ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, en Dagur íslenskrar tungu er á fæðingardegi hans.

Boðið upp á ávexti og kleinur og gæddu bæði nemendur og gestir sér á góðgætinu. Fjölmargir komu í heimsókn á Lyngholt til að samgleðjast, þar á meðal Þóroddur Helgason, fræðslustjóri.

Fleiri myndir:
Grænfáninn dreginn að húni
Allir voru vel klæddir eftir veðri, enda minnti Vetur konungur aðeins á sig í dag.
Grænfáninn dreginn að húni
Foreldrar og aðrir velunnarar Lyngholts komu í heimsókn í tilefni dagsins.
Grænfáninn dreginn að húni
Börnin sungu valin lög og fóru með ljóð Jónas Hallgrímsson, en í dag er einmitt Dagur íslenskrar tungu.
Grænfáninn dreginn að húni
Um 230 skólar á Íslandi hafa hlotið grænfánann, sem er tæpur helmingur af öllum skólum landsins

Frétta og viðburðayfirlit