mobile navigation trigger mobile search trigger
15.07.2015

Hátíðin Pólar á Stöðvarfirði heppnaðist vel

Matar, listar og menningarhátíðin Pólar var haldin á Stöðvarfirði dagana 7. - 12. júlí og tókst með eindæmum vel. Pólarhátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2013 á Stöðvarfirði í samstarfi við þorpshátíðina Maður er manns gaman og er markmið hátíðarinnar að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði. 

Hátíðin Pólar á Stöðvarfirði heppnaðist vel

Megináherslur hátíðarinnar voru sköpunarkraftur og matarmenning en lögð var mikil áhersla á sjálfbærni og nærumhverfi. Í samstarfi við fjölbreyttan hóp af hæfileikaríku fólki var boðið upp á litríka dagskrá, vinnustofur og sannkallaða hátíðarstemningu sem náði hápunkti á laugardeginum þar sem yfir 200 manns skemmtu sér á tónleikum í tónleikasal Sköpunarmiðstöðvarinnar.

Hátíðin vakti verðskuldaða athygli fjölmiðla eins og sjá má hér:

Peningar óþarfir á Pólar festival

A Polar festival in the middle of summer

Pólar festival: Doing a lot with little

Hvetjum við áhugasama til þess að skoða myndasafn frá hátíðinni á heimasíðu Pólar.

Frétta og viðburðayfirlit