mobile navigation trigger mobile search trigger
29.06.2015

Hernámshlaupið 2015

Þátttaka var góð í hernámshlaupi Íslandsbanka og mættu tæplega 20 hlauparar til leiks. Hlaupaveður var ágætt þó að sólin hefði að ósekju mátt sýna sig aðeins betur.

Hernámshlaupið 2015

Endaspretturinn var að þessu sinni æsispennandi, en aðeins sekúndubrot skildi að 1. og 2. sæti í 10 km hlaupi karla. Birkir Einar Gunnlaugsson sigraði þriðja árið í röð en í öðru sæti varð Valur Þórsson, sekúndubroti á eftir. Tími Birkis var 00:41:17 en Vals 00:41:18. Í þriðja sæti varð svo Petur St. Arason á tímanum 00:55:38.

Í 10 km flokki kvenna kom Rebekka Rán Egilsdóttir fyrst í mark á 01.00:19, í öðru sæti varð Elísabet Sveinsdóttir á 01:01.11 og í því þriðja Kolfinna Gautadóttir á 01:08:28.

Auk 10 km flokksins var einnig keppt í 5 km skokki og skemmtigöngu. Hernámshlaupið fer fram með stuðningi Íslandsbanka Reyðarfirði, laugardaginn fyrir hernámsdaginn á Reyðarfirði.

Fleiri myndir:
Hernámshlaupið 2015
Hernámshlaupið 2015

Frétta og viðburðayfirlit