mobile navigation trigger mobile search trigger
30.09.2015

Í fyrsta sinn á Íslandi

Áfangastaðurinn Austurland er fyrsta áfangastaðarhönnun sinnar tegundar hér á landi. Næstu skref verkefnisins verða mörkuð á áhugaverðri mál- og vinnustofu, sem fer fram næsta laugardag og er öllum opin. 

Í fyrsta sinn á Íslandi

Að málstofunni koma Goddur, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, Arna Björg stýra og eigandi Óbyggðaseturs og Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður Ferðaþjónustu og skapandi greina frá Íslandsstofu.

Vinnustofuna leiðir Daniel Byström, áfangastaðarhönnuður, sem mun jafnframt kynna hvað hefur verið að virka hjá ýmsum áfangastöðum erlendis. Fjallað verðurstöðu verkefnisins, næstu skref og stefnumótun áfangastaðarins.

Þá verða niðurstöður úr sumarkönnun áfangastaðarins kynntar, sem leiddi margt athyglisvert í ljós.

Mál- og vinnustofan fer fram laugardaginn 3. október í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, kl. 10:00 - 16:00. 

Skráning er á lara@austurbru.is
Viðburðurinn er á facebook.

Frétta og viðburðayfirlit