mobile navigation trigger mobile search trigger
12.12.2023

Jólahefð í Lyngholti

Í Lyngholti hefur lengi verið sú hefð að hafa útikaffihús fyrir jólin. Allar deildir taka þátt og stundin sniðin eftir getu og þroska barnanna. Furu og Birki undirbúa útikaffihúsið og baka smákökur sem þykir mjög skemmtilegt.

Jólahefð í Lyngholti

Furuholt, Birkiholt og Reyniholt halda svo út í bæ, að jólatrénu þar sem börnin gæða sér á smákökum og heitu kakói, syngja jólalög og skoða jólaljósin.

Einiholt, Greniholt og Asparholt halda til í garðinum enda eiga stuttir fætur erfiðara með að ferðast um í snjónum. Tréð okkar í garðinum var skreytt ljósum svo yngri deildirnar komu sér fyrir undir trénu, sungu jólalög og fengu svo smákökur og heitt kakó.

Heimasíða leikskólans Lyngholts

Fleiri myndir:
Jólahefð í Lyngholti

Frétta og viðburðayfirlit