mobile navigation trigger mobile search trigger
26.11.2016

Jólamarkaður í Dalahöllinni

Margt var um manninn í Dalahöllinni, reiðhöll Norðfirðinga, í dag þegar árlegur jólamarkaður heimamanna fór fram.

Jólamarkaður í Dalahöllinni
Fjöldi fólks lagði leið sína á jólamarkaðinn í Dalahöllinni í dag.

Fjölbreytt handverk, krydd úr fjallagrösum og snyrtivörur voru á meðal þess sem var á boðstólum, en auk þess gátu gestir gætt sér á heitu kakói, kaffi og dýrindis kökum. 

Glæsileg dagskrá gladdi enn fremur hug og hjörtu markaðsgesta. Karlakórinn Ármann söng jólalög þýðum rómi undir stjórn Egils Jónssonar, sem lék jafnframt undir á hljómborð. Blásarasveit Tónskóla Neskaupstaðar lék einnig jólalög undir stjórn Hildar Þórðardóttur og Leikfélag Norðfjarðar kom fram ásamt unglingadeild félagsins.

Það kom svo í hlut Sönghópsins Fannar að ljúka þessari stórskemmtilegu dagskrá, sem hreif að sönnu við hinum sanna jólaanda í Dalahöllinni í dag. 

Fleiri myndir:
Jólamarkaður í Dalahöllinni
Karlakórinn Ármenn söng sig í hug og hjörtu viðstaddra.
Jólamarkaður í Dalahöllinni
Unga kynslóðin var í fyrsta sæti á jólamarkaðnum.

Frétta og viðburðayfirlit