mobile navigation trigger mobile search trigger
16.01.2019

Kallað eftir minningum úr Oddsskarðsgöngum - Framlengdur umsóknarfrestur

Alexandra Ýr Ingvarsdóttir, nemi í VA og Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, kalla um þessar mundir eftir minningum samfélagsins úr Oddsskarðsgöngunum. 

Kallað eftir minningum úr Oddsskarðsgöngum - Framlengdur umsóknarfrestur

Tilkynningin hljóðar svo:

Kæru Austfirðingar,

Þegar ný Norðfjarðargöng voru opnuð fyrir ári síðan létu Oddsskarðsgöngin af hlutverki sínu, en þau hafa þjónað samfélaginu síðastliðin fjörutíu ár. Að því tilefni langar okkur að útbúa kveðjuathöfn fyrir gömlu göngin byggða á minningum samfélagsins úr göngunum. Því leitum við til ykkar eftir minningum um göngin, og hvetjum fólk á öllum aldri til að senda okkur sögustúf í formi texta, ljósmynda eða hljóðfæla. Minningarnar skal senda í tölvupósti á karna@fjardabyggd.is eða á skrifstofu Fjarðabyggðar merkt "Manstu Oddsskarðsgöngin" fyrir 15. febrúar 2019.

Við hlökkum til að heyra sögurnar ykkar!

Alexandra, nemi í VA og Karna, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit