mobile navigation trigger mobile search trigger
09.02.2022

Kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum, sbr. lög nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Óbyggðanefnd kynnir nú kröfurnar til að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta svo að þeir geti látið sig málin varða og eftir atvikum lýst kröfum á móti. Kröfulýsingarfrestur er til 6. maí 2022.

Kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum

Þegar gagnkröfur hafa borist verða heildarkröfur kynntar. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands, og úrskurðar að lokum um kröfur málsaðila.

Í viðhengjum eru bréf til sveitarfélagsins vegna málsins, kynningarhefti um kröfur ríkisins og yfirlitskort um kröfurnar. Nákvæmari kort af kröfusvæðunum eru aftast í kynningarhefti en þau má líka nálgast hvert um sig á vefsíðu óbyggðanefndar þar sem ýmsar aðrar upplýsingar er einnig að finna: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/

Á vefsíðu óbyggðanefndar eru nánari upplýsingar um málsmeðferð og undirbúning málsaðila


Yfirlitskort yfir þjóðlendukröfur ríkisins – svæði 11

Kynning á kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur

Þjóðlendurkröfur ríkisins - kynningarhefti

Ef spurningar vakna má hafa samband við Þorstein Magnússon eða Ernu Erlingsdóttur í síma 563-7000.

Frétta og viðburðayfirlit