mobile navigation trigger mobile search trigger
09.09.2020

Kynning á verkefninu Loftbrú

Verkefnið Loftbrú var kynnt á Egilsstaðaflugvelli í dag. Með því geta m.a. íbúar með lögheimili í Fjarðabyggð geta nú fengið 40% afslátt af flugmiðum fram og til baka til Reykjavíkur. Þetta var kynnt á kynningarfundi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóð fyrir á Egilsstaðaflugvelli í dag.

Kynning á verkefninu Loftbrú
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ásamt bæjarfulltrúum mættu á kynningarfundinn á Egilsstöðum í dag. Fv. Sigurður Ólafsson, Karl Óttar Pétursson, Sigurður Ingi Jóhannesson, og Eydís Ásbjörnsdóttir

Afslátturinn verður bundinn við íbúa með lögheimili í á ákveðnum svæðum á landsbyggðinni, og nær afslátturinn til einnar ferðar á árinu 2020, en síðan þriggja ferða á ári frá og með 2021. Í tilkynningu frá Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu fyrir fundinn segir að Loftbrú veiti afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Fyrir utan Austurland á þetta við um Vestfirði, Norðurland, Höfn á Hornafirði og Vestmannaeyjar. Alls nær afslátturinn til um 60 þúsund íbúa.

Til þess að nýta sér Loftbrú þarf að skrá sig með rafrænum skilríkjum inn á Ísland.is. Þá kemur strax í ljós hvort viðkomandi eigi rétt á Loftbrú. Þar er einnig að finna yfirlit yfir hversu marga flug­leggi á eftir að nota. Þeir sem vilja nýta afsláttinn fá sérstakan afsláttarkóða sem notaður er á bókunarsíðum flugfélaga. Nánar upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins www.loftbru.is

Frétta og viðburðayfirlit