mobile navigation trigger mobile search trigger
14.01.2016

Lagfæringum í Breiðbliki að ljúka

Talsvert vatnstjón varð í Breiðabliki, þjónustuíbúðum aldraðra í Neskaupstað, í ofsarigningunni sem gekk yfir 28. desember sl. Lagfæringar hafa gengið vel og er vonast til að þeim ljúki í næstu viku.

Lagfæringum í Breiðbliki að ljúka

Sem kunnugt er gerði mikið úrhelli á stuttum tíma, með þeim afleiðingum að nálægur lækur flæddi hressilega yfir og fór vatnsaginn nánast í gegnum íbúðarhúsið. Vatn flæddi inn um aðalinngang og urðu talsverðar vatnsskemmdir á 1. og 2. hæð í 16 af 26 íbúðum hússins.

Aðallega var um að ræða skemmdir á gólfefnum og sökklum á innréttingum, en einnig skemmdist málning þegar vatn tók á leka á milli hæða.

Lagfæringar hófust strax á nýju ári eða 4. janúar sl. og hefur þeim miðað bæði hratt og vel þökk sé röskum verktökum í góðri samvinnu við Svein Guðmundsson, húsvörð Breiðabliks og bílstjóra hjá Ferðaþjónustunni, starfsfólk í Breiðabliki og ættingjum íbúa. Parketlagningu er sem dæmi að ljúka og er gert ráð fyrir að verkið klárist í næstu viku.

Fleiri myndir:
Lagfæringum í Breiðbliki að ljúka

Frétta og viðburðayfirlit