mobile navigation trigger mobile search trigger
26.06.2015

Ljósmyndasýning Höska opnar í Molanum

Glæsileg sýning á 15 ljósmyndum eftir Ólaf Höskuld Ólafsson eða Höska opnaði fyrir stundu í Molanum. Sýningin er forsmekkurinn að hverfa- og bryggjuhátíðinni á Reyðarfirði sem fram fer á morgun.

Ljósmyndasýning Höska opnar í Molanum
Ein af 15 ljósmyndum Höska sem eru til sýnis í Molanum.

Ljósmyndirnar eru teknar á Reyðarfirði og eru hver annarri stórfenglegri í form- og litaáferð. Sjón er sögu ríkari og er óhætt að hvetja gesti Molans til að stalda við og njóta sýningarinnar.

Frétta og viðburðayfirlit