mobile navigation trigger mobile search trigger
29.05.2015

Lokadagar vorhreinsunar

Fjöldi heimila og fyrirtækja tók til hendinni í vorhreinsun Fjarðabyggðar. Síðustu dagar átaksins voru um helgina.

Lokadagar vorhreinsunar

Óhætt er að segja að íbúar hafi brugðist vel við hinu árlega átaki og safnaðist umtalsvert magn af trjáklippum og öðru affalli. 

Starfsmenn þjónustumiðstöðva hafa farið um og tekið við garðaúrgangi sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Einnig hafa þeir veitt aðstoð við að losa stærri hluti af lóðum, s.s. ökutæki sem hafa verið afskráð, kerrur og tæki.

Þá hafa Verladarvinir veitt aðstoð við tiltekt og niðurrif gamalla girðinga.

Frétta og viðburðayfirlit