mobile navigation trigger mobile search trigger
08.09.2016

Málum bæinn rauðan

Kvennaþing Landsbjargar fer fram á Fáskrúðsfirði dagana 9. og 10. september og verður bærinn málaður rauður með margvíslegu móti, af því tilefni. Ýmis félög og fyrirtæki verða með opið hús, tilboð og margt fleira.

Málum bæinn rauðan
Myndin af þessari fallegu túlipanabreiðu var að sjálfsögðu tekin á Fáskrúðsfirði og undirstrikar skemmtilega skilaboðin um rauðmálaðan bæ.

Gleðin hefst þegar í kvöld á Café Sumarlínu, sem verður með Trúbador á sínum snærum frá kl. 22:00 til miðnættis.

Á morgun, föstudag, verður svd. Hafdís, bsv. Geisli og slökkviliðið með kynningu á starfsemi félaganna í slökkvistöðinni á Fáskrúðsfirði kl. 13:00 til 15:00. Á sama tíma verður nýi björgunarbáturinn Hafdís einnig til sýnis við smábátahöfnina. 

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsalir taka á móti gestum kl. 14:00 til 16:00 og Glaðheimar bjóða upp á bæði súpu og brauð og kaffi og kökur á aðeins kr. 2.500 frá kl. 11:30 til 14:30.

Einnig verður opið hjá Frú Önnu kl. 14:00 til 17:00, Happy hour verður á l'Abri kl. 16:00 til 18:00, Gallerí Kolfreyja verður opin kl. 15:00 til 21:00 og Café Sumarlína verður með glæsileg tilboð.

Þá verður sundlaugin á Fáskrúðsfirði opin kl. 15:00 til 18:00 og Skólamiðstöðin frá kl. 14:00 til 16:00.

Á laugardagskvöldinu verður slegið upp balli í Skrúði og stendur skemmtunin frá miðnætti til kl. 03:00.

Síðast en ekki síst verða ýmis góð tilboð í Samkaup-Strax og hamborgaratilboð alla helgina hjá Söluskála Stefáns Jónssonar.

Málum bæinn rauðan (pdf)

Frétta og viðburðayfirlit