mobile navigation trigger mobile search trigger
13.10.2016

Notaðu nefið

Þekkir þú muninn á geymsluþolsmerkingum matvæla? Fjarðabyggð verður með áhugaverðar kynningar á Tæknidegi fjölskyldunnar, í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 15. október. 

Notaðu nefið

Á meðal þess sem kynnt verður eru góð húsráð til að draga úr matarsóun. Geyumsluþolsmerkingar matvæla geta haft þar talsverð áhrif og sá munur sem er á mismunandi merkingum. Eru neytendur m.a. hvattir til að nota nefið og kanna bragðgæði áður en matvæli eru dæmd óneysluhæf og þeim fleygt.

Kynningin á matarsóun er unnin af Umhverfisstofnun og miðar að aukinni vitund um þann samfélagslega, umhverfislega og fjárhagslega ávinning sem minni matarsóun skilar. Vissir þú, að hver Íslendingur hendir, sem dæmi, tveimur kg. af nýtanlegum mat í hverjum mánuði? Við það glatast veruleg verðmæti á kostnað umhverfisins og náttúruverndar.

Auk geymsluþolsmerkinga er sjónum einnig beint að virðiskeðju framleiddra matvæla og fleiru áhugaverðu sem fellur undir matarsóun.

Þá verður Fjarðabyggð enn fremur með góða kynningu á flokkun á úrgangi og endurvinnslu og á kortasjá sveitarfélagsins, sem veitir aðgang að m.a. hústeikningum og deiliskipulagi.

Frétta og viðburðayfirlit