mobile navigation trigger mobile search trigger
02.06.2016

Ný brunavarnaáætlun tekur gildi

Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, staðfestu í dag brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar.

Ný brunavarnaáætlun tekur gildi
Guðmundur Helgi Sigfússon, Páll Björgvin Guðmundsson og Karl Björnsson staðfestu brunavarnaáætlunina í slökkvistöð Fjarðabyggðar í dag.

Auk þess sem grunnur hefur verið lagður að gæðastjórnun og faglegum úttektum á starfsemi slökkviliðsins, auðveldar brunavarnaáætlunin íbúum sveitarfélagsins og atvinnulífi að fá upplýsingar um þá þjónustu sem slökkviliðið veitir, skipulag þess og þeim markmiðum sem stefnt er að með rekstri þess.

Þá er heildstætt áhættumat fyrir sveitarfélagið, bæði við venjulegar aðstæður og almannavarnaaðstæður, eru hluti af áætluninni ásamt viðbragðsáætlunum.

Brunavarnaáætlunin gildir til ársins 2020 og var hún unnin af slökkviliðsstjóra í samræmi við leiðbeiningar sem gefnar eru út af Brunamálastofnun. 

Frétta og viðburðayfirlit