mobile navigation trigger mobile search trigger
15.02.2022

Ný kyndistöð við Fjarvarmaveituna í Neskaupstað

Á næstu dögum verður gangsett ný kyndistöð í Neskaupstað sem tengd verður við fjarvarmaveitu sveitarfélagsins. Stöðin er 500kw og notar lífmassaeldsneyti sem framleitt er í heimabyggð. Það er Tandrabretti ehf. sem mun reka stöðina auk þess að framleiða eldsneytið.

 

Ný kyndistöð við Fjarvarmaveituna í Neskaupstað

Eldsneytið er unnið úr úrgangstimbri, aðallega umbúðatimbri sem kemur að mestu frá álverinu og fiskiðjuverunum í Fjarðabyggð. Timbrinu er umbreytt í viðarperlur og með því fæst gæðabruni. Með þessu er verið að fullnýta úrgangstimbur í heimabyggð og virkja staðbundið hringrásarhagkerfi. Ofninn sem knýr kyndistöðina er af nýjustu gerð og stenst vel  nýjustu staðla ESB frá því í desember 2021, sem gerðir voru í tengslum við markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2040. Koma stöðvarinnar kemur sér afar vel nú þar sem veitan hefur ekki aðgang að rafmagni vegna orkuskorts og mun því tilkoma þessarar stöðvar draga verulega úr olíunotkun veitunnar

Kyndistöðvar sem nota lífmassaeldsneyti eru kolefnishlutlausar þar sem þær nýta kolefni úr andrúmsloftinu sem annars myndi losna við rotnun. Þegar notað er timbur sem fellt er úr skógum í öðrum tilgangi en eingöngu til eldsneytisgerðar, eru áhrifin í raun kolefnisjákvæð.

 

Frétta og viðburðayfirlit