mobile navigation trigger mobile search trigger
03.09.2020

Nýr forstöðumaður Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði

Ásdís Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Ásdís hefur meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst, B.E.d gráðu í kennslufræðum frá Kennaraskóla Íslands og 60 eininga viðbótarnám í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið námskeiðum í opinberri stjórnsýslu, verkefnastjórnun og markþjálfun.

Nýr forstöðumaður Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði

Síðastliðin þrjú ár hefur Ásdís gegnt starfi framkvæmdastjóra UMSE, áður starfaði Ásdís m.a. sem rekstrarstjóri Hlíðarfjalls, verkefnastjóri á umhverfissviði Akureyrarbæjar og framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvar. Ásdís er einnig menntaður skíðakennari en hún hefur kennt skíði um margra ára skeið.

Ásdís hóf störf nú í byrjun september og Fjarðabyggð óskar henni velfarnaðar í sínum störfum.

Frétta og viðburðayfirlit