mobile navigation trigger mobile search trigger
01.07.2015

Odee sýnir í Dahlshúsi

Sýning á verkum eftir listamanninn Odd Friðrik Eysteinsson, betur þekktur sem Odee, opnar í Dahlshúsi Eskfirði á morgun.

 Odee sýnir í Dahlshúsi
Eitt af verkum Odee á sýninunni Samruni.

Á sýningunni, sem hlotið hefur nafnið „Samruni“, gerir Odee upp hið viðburðarríka fyrsta ár sitt sem listamaður og kynnir gesti fyrir austfirskri samtímalist.

Verkin sýna hin mismunandi stílbrigði sem þróast hafa yfir stuttan feril listamannsins og gefur innsýn í það sem koma skal.

Öllum Austfirðingum er boðið á hina formlega opnun sýningarinnar sem verður fimmtudaginn 2. júlí á milli 17-22 og þiggja léttar veitingar.

Sýningin stendur til 19. júlí.

Sjá viðburð á Facebook

Frétta og viðburðayfirlit