mobile navigation trigger mobile search trigger
02.02.2017

Samheldni og gleði á íþróttadegi grunnskólanna í gær

Um 230 nemendur úr 7.-10. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar komu saman á árlegum íþróttadegi í gær. Í þetta sinn fór hann fram í Neskaupstað en hann ferðast á milli byggðakjarna ár frá ári.

Samheldni og gleði á íþróttadegi grunnskólanna í gær
Zumba í byrjun íþróttadags

Nemendunum var skipt í lið eftir litum og þvert á byggðakjarna. Íþróttakennarar í skólunum höfðu komið upp stöðvum þar sem voru fjölbreyttar þrautir. Þrjár stöðvar voru í íþróttahúsinu en ein var í Nesskóla. Þegar litið var við í íþróttahúsinu rétt fyrir hádegi var verið í stinger, skotbolta, bandý og troðslukeppni með aðstoð trampólíns. Eins og sjá má á myndunum var gleði og samkennd ríkjandi á meðal nemendanna og bros á hverju einasta andliti þó keppnisskapið hafi ekki verið langt undan.

Dagurinn hafði hafist á því að Einar Már Sigurðarson, skólastjóri Nesskóla, bauð nemendur velkomna og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, hélt stutt ávarp og setti daginn. Síðan sameinuðust allir í Zumba undir styrkri stjórn Guðrúnar Smáradóttur áður en leikar hófust.

Fleiri myndir:
Samheldni og gleði á íþróttadegi grunnskólanna í gær
Zumba
Samheldni og gleði á íþróttadegi grunnskólanna í gær
Rauða liðið í skotbolta
Samheldni og gleði á íþróttadegi grunnskólanna í gær
Gula liðið í troðslukeppni og stinger
Samheldni og gleði á íþróttadegi grunnskólanna í gær
Keppt í bandý

Frétta og viðburðayfirlit