mobile navigation trigger mobile search trigger
23.03.2015

Samið við lægstbjóðanda vegna fráveituframkvæmda Norðfirði

Alls bárust þrjú tilboð vegna fráveituframkvæmda á Norðfirði.

Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar og útrásar og nær frá Bakkahverfi að Neseyri í Neskaupstað.

Kostnaðaráætlun verksins er kr. 20.347.400.

Tilboðin voru opnuð 10. mars og eru svohljóðandi:

Héraðsverk, kr. 15.971.061 sem samsvarar 78% af kostnaðaráætlun.
ÞS verktakar, kr. 19.227.482 sem samsvarar 94% af kostnaðaráæltun.
Haki, kr. 31.684.409 sem samsvarar 156% af kostnaðaráætlun.

Samið var við lægstbjóðanda verksins, Héraðsverk.

Áætluð verklok eru 1. september 2015.

Frétta og viðburðayfirlit