mobile navigation trigger mobile search trigger
18.09.2017

Sendiherra Japan í heimsókn

Á dögunum heimsótti sendiherra Japan á Íslandi, Yasuhiko Kitagawa, Fjarðabyggð og átti fund með Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Sendiherra Japan í heimsókn
Frá heimsókn sendiherra Japan

Heimsókn sendiherrans var hluti af ferðalagi hans um Austurland en auk Fjarðabyggðar heimsótti hann einnig Fljótsdalshérað og Seyðisfjörð. Á ferð sinni um Fjarðabyggð kynnti sendiherran sér starfsemi fyrirtækja á svæðinu og heimsótti m.a. Síldarvinnsluna í Neskaupstað þar sem hann fræddist um starfsemi fyrirtækisins og kynnti sér starfsemi í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Auk þess heimsótti Kitigawa álver Alcoa Fjarðaáls og kynnti sér starfsemi þess.

Á fundi sínum ræddu Páll og Kitigawa meðal annars um hvernig styrkja mætti samskipti milli Íslands og Japan auk fleiri mála sem snerta samskipti landana. 

Frétta og viðburðayfirlit