mobile navigation trigger mobile search trigger
03.01.2017

Skipulag haf- og strandsvæða heim í hérað - Umsögn Fjarðabyggðar

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. desember síðastliðinn var lögð fram og samþykkt umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Skipulag haf- og strandsvæða heim í hérað - Umsögn Fjarðabyggðar

Í umsögninni kom m.a. fram sú afstaða bæjarfélagsins að fá skipulagsvald yfir haf- og strandsvæðum heim í hérað. Eins og staðan er nú hafa sveitarfélög ekki skipulagsvald yfir fjörðum og flóum en samkvæmt frumvarpinu stendur til að færa það nær alfarið undir sérstök svæðisráð. Bæjarfélagið hefur sérstaklega bent á að ef fimm sitja í svæðisráði sé aðeins einn fulltrúi sveitarfélags á móti fjórum fulltrúm ráðuneyta. Því gangi frumvarpið gegn þeirri meginreglu að efla skuli staðbundið vald.

Í frétt um málið í fréttum RÚV þann 2.janúar sl. fór Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri yfir afstöðu sveitarfélagsins í málinu.

Frétta og viðburðayfirlit