mobile navigation trigger mobile search trigger
25.10.2016

Spennandi skuggakosningar

kuggakosningar ungs fólks í Fjarðabyggð fara fram samhliða alþingiskosningum þann 29. október nk. Kosningarétt hefur ungt fólk á aldrinum 14 til 17 ára.

Spennandi skuggakosningar

Kosningin fer fram á vegum Ungmennaráðs Fjarðabyggðar og verður í framkvæmd lítt frábrugðin alþingiskosningum. Atkvæðaseðlar verða afhentar í kjördeildum sveitarfélagsins og þeim svo safnað í þar til gerða kjörkassa.

Með þessu móti vill ungmennaráðið auðvelda ungu fólki að tileinka sér þau mikilvægu lýðréttindi sem almennar kosningar fela í sér og hvetja til ábyrgrar samfélagsþátttöku.

Kosningarréttur á Íslandi hafa allir þeir sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Það þýðir að þeir sem eru fæddir 30. október og hafa ekki náð 18 ára aldri fá ekki að kjósa til alþingis í þetta sinn.

Kosningarréttur til skuggakosninga hafa þá þær eða þeir sem fæddar(ir) eru frá og með 30. október 1998. Yngri mörkin miðast á hinn bóginn við bekk en ekki fæðingarár og er öllum 8., 9. og 10. bekkingum í grunnskóla heimild þátttaka.

Eftirlit verður að vonum ekki strangt, en engu að síður er ætlast til að einungis ungmenni á ofangreindum aldri og sem búsett eru í Fjarðabyggð neyti þessa kosningaréttar.

Ungmennaráð Fjarðabyggðar vonast eftir góðri þátttöku og er um að gera fyrir fjölskyldur með ungmenni á þessum aldri að gera sér dagamun og kjósa saman þann 29. október nk.

Verður síðan spennandi að sjá hvaða flokkur sigrar í þessum skuggakosningum.

Frétta og viðburðayfirlit