mobile navigation trigger mobile search trigger
06.10.2017

Starf framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna laust til umsóknar

Fjarðabyggð leitar að öflugum aðila í starf framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna. 

Starf framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna laust til umsóknar

Um er að ræða spennandi staf enda eru  Fjarðabyggðarhafnir næst stærsta höfn landsins, með tæplega þriðjung af öllum vöruútflutningi landsmanna og sú stærsta ef eingöngu er litið til útflutnings ál- og fiskafurða. 

Framkvæmdastjóri fer með daglega stjórn hafnarinnar í umboði hafnarstjórnar. Hann hefur m.a. umsjón með fjármálum, rekstri, viðhaldi og nýbyggingum hafnarinnar, annast samskipti við hagsmunaaðila og er yfirmaður starfsmanna hafnarinnar. Starf framkvæmdastjóra heyrir beint undir bæjarstjóra.

Leitað er að aðila sem hefur reynslu af stjórnun og rekstri og með ríka forystu-, skipulags- og samskiptahæfleika. Launakjör taka mið af launakerfi sviðsstjóra hjá sveitarfélaginu. Umsóknarfrestur er til og með 16. október nk.

Hægt er að kynna sér starfslýsingu framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna betur hér: Starfslýsing - framkvæmdastjóri Hafna

Sótt er um starfið á vef Capacent.

Frétta og viðburðayfirlit